Gunnars majones gjaldþrota

Gunnar majones hefur verið í rekstri frá 1960, en hefur …
Gunnar majones hefur verið í rekstri frá 1960, en hefur nú verið tekið til gjaldþrotaskipta. mbl.is

Fyrirtækið Gunnars majones hf., hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta með úrskurði héraðsdóms Reykjaness, en félagið hefur verið í rekstri síðan 1960 og framleitt vinsælustu majónestegund landsins, auk annarra vörutegunda. Úrskurðurinn var kveðinn upp 12. júní, en fyrirtækið er þó enn í rekstri. Þrotabúið heitir nú GM framleiðsla hf. Þetta kemur fram í auglýsingu í Lögbirtingablaðinu í dag.

Fyrirtækið var sem fyrr segir stofnað árið 1960 af Gunnari Jónssyni og konu hans Sigríði Regínu Waage, en Gunnar lést árið 1998. Síðustu ár hefur fyrirtækið verið rekið af dætrum þeirra, Helen og Nancy Gunnarsdætrum.

Frétt mbl.is: Sami rekstur á nýrri kennitölu

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK