Stöðnun ríkjandi á evrusvæðinu

AFP

Verðbólga á evrusvæðinu var 0,3% í september samkvæmt opinberum tölum sem birtar voru í dag. Þetta er minnsta verðbólga sem mælst hefur á svæðinu í tæp fimm ár samkvæmt frétt AFP.

Fram kemur í fréttinni að Evrópski seðlabankinn kunni að þurfa að grípa til enn frekari aðgerða í kjölfar þessara talna til þess að reyna að koma í veg fyrir að verðhjöðnun verði á evrusvæðinu.

Ennfremur segir að lítil verðbólga sé orðin að helsta vandamáli svæðisins. Minnkandi eftirspurn sé innan þess og óttast að hægagangur í hagkerfum evruríkja kunni að leiða til nýrrar niðursveiflu.

Þá kemur fram að atvinnuleysi á evrusvæðinu hafi mælst 11,5% í ágúst sem sé óbreytt frá júlímánuði samhliða stöðnun á svæðinu og óvissu um áhrif refsiaðgerða gegn Rússlandi á efnahag evruríkja.

mbl.is

Bloggað um fréttina

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK