Rækta senegalflúru á Reykjanesskaga

Senegalflúran dafnar vel við kjöraðstæður á Reykjanesi.
Senegalflúran dafnar vel við kjöraðstæður á Reykjanesi. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason

Fyrirtækið Stolt Sea Farm hlýtur viðurkenningu Morgunblaðsins, Vitann 2014, fyrir Suðurnes. Það ræktar innflutta senegalflúru til útflutnings, nýtir vannýtta auðlind á Reykjanesi og affallsvatn sem áður fór til spillis. Fyrirtækið veitir 18 manns atvinnu og verður innan skamms 70 manna vinnustaður.

Senegalflúran er flutt til Íslands frá Spáni og alin í landeldisstöð fyrirtækisins á Reykjanesi. Þegar slátrun hefst í janúar næstkomandi verður fiskurinn um 500 til 600 grömm að þyngd. Eldisstöðin er einhver hin stærsta sinnar tegundar í heimi. Er byggingin rúmlega 20 þúsund fermetrar að stærð og á eftir að verða enn stærri. Fiskurinn verður seldur óunninn úr landi eftir slátrun, mest sjóleiðis en einnig flugleiðis. Markaður fyrir senegalflúru er jafnt í Ameríku sem Evrópu, mest í Benelux-löndunum.

Ástæðan fyrir staðsetningu eldisstöðvarinnar á Reykjanesi er aðgangur þar að hreinum og góðum jarðsjó. Á grundvelli samnings við HS Orku fær stöðin aðgang að volgu kælivatni sem rennur frá Reykjanesvirkjun til sjávar. Vatnið er 35 gráður og er sjálfrennandi inn í stöðina. Það er blandað með köldum jarðsjó úr borholum fyrirtækisins, þannig að það er 21 gráða þegar fiskurinn svamlar í því. Þykir það vera kjörhitastig fyrir senegalflúru.

Stolt Sea Farm er í eigu norskra aðila. Móðurfyrirtækið StolNielsen Ltd. er ein stærsta tankskipaútgerð heims, rekur olíubirgðastöðvar og annast gasflutninga. Það er skráð í kauphöllina í Osló. Dótturfyrirtækið sem hér starfar rekur fiskeldi í sex löndum. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK