Skattsvikarar fá eins árs frest

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og Bryndís Krisjánsdóttir, skattrannsóknarstjóri.
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og Bryndís Krisjánsdóttir, skattrannsóknarstjóri. Samsett mynd

Starfshópur um gerð griðareglna hefur skilað til fjármála- og efnahagsráðherra drögum að frumvarpi þar sem lagt er til að tímabundið verði fallið frá refsimeðferð hjá þeim sem koma fram með tekjur eða eignir í skattaskjólum erlendis.

Frumvarpsdrögin voru unnin að beiðni fjármálaráðuneytisins og hefur fjármálaráðherra ákveðið að frumvarpið verði fullunnið og kynnt í ríkisstjórn við fyrsta tækifæri. Þá verður einnig orðið við ábendingum starfshópsins um að fara í frekari vinnu til að skýra og treysta betur núverandi lagaheimildir skattyfirvalda sem ætlaðar eru til að sporna við skattsvikum.

Beiðni þarf að berast fyrir 30. júní 2016

Frumvarpið gerir ráð fyrir að beiðni verði lögð fram fyrir 30. júní 2016. Þá verður lagt álag á vantaldan skattstofn og endurákvarðaða gjaldið þarf að greiða innan 10 daga eftir dagsetningu ákvörðunar. Vanræksla myndi leiða til refsimeðferðar. 

Ekki er hægt að nýta sér heimildina ef skatt- eða lögregluyfirvöld hafa þegar hafið eftirlitsaðgerðir eða skattrannsókn sem beinist að eignum eða tekjum erlendis.

Álagsprósentan er ekki ákveðin í frumvarpinu en í dæmaskyni er miðað við að álagið á vanframtöldu tekjurnar verði 35%. Samkvæmt gildandi rétti er beitt 25% álagi á endurákvarðaðar tekjur. Ávinningur skattaðilans er að honum verður hvorki gerð refsing né þarf hann að greiða sektir.

Í starfshópnum áttu sæti Ása Ögmundsdóttir, lögfræðingur í fjármála- og efnahagsráðuneyti, sem jafnframt var formaður, Guðni Ólafsson, fjármálastjóri embættis tollstjóra, Guðrún Jenný Jónsdóttir, sviðsstjóri alþjóðasamskipta ríkisskattstjóra og Lísa K. Yoder, lögfræðingur hjá skattrannsóknarstjóra ríkisins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK