Hópmálsókn gegn Björgólfi þingfest

Jó­hann­es Bjarni Björns­son, lögmaður og eig­andi Lands­laga, sem sér um …
Jó­hann­es Bjarni Björns­son, lögmaður og eig­andi Lands­laga, sem sér um hópmálsóknina, mætti með dómskjöl í morgun. mbl.is/Styrmir Kári

Hópmálsókn gegn Björgólfi Thor Björgólfssyni var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan tíu í morgun. Lögmenn málsóknarfélagsins sem höfðaði málið mættu með stóra kassa með málsskjölum sem telja þúsundir.

Í gær höfðu yfir tvö hundruð þátttakendur ákveðið að taka þátt í málsókninni en líkt og fram hef­ur komið telja stefn­end­ur máls­ins að Björgólf­ur hafi með sak­næm­um hætti komið í veg fyr­ir að hlut­haf­ar Lands­bank­ans fengju upp­lýs­ing­ar um um­fangs­mikl­ar lán­veit­ing­ar og einnig að hann hafi brotið gegn regl­um um yf­ir­töku.

Björgólfur hefur mótmælt þessu og sagt illt að dómskerfið þurfi að eyða tíma sínum í þennan málatilbúnað. Hann skrifaði á heimasíðu sína í gær að málið væri sprottið af þrá­hyggju Vil­hjálms Bjarna­son­ar, sem hann sagði eiga sér lít­il tak­mörk.

Ljóst er að enn gæti fjölgað í málsóknarfélaginu þar sem hægt er að skrá sig til þátttöku allt þar til aðalmeðferð málsins hefst. 

Hefðu ekki kært sig um að vera hlut­haf­ar

Í stefnu máls­ins seg­ir að fé­lags­menn séu all­ir í þeirri stöðu að hafa orðið fyr­ir tjóni vegna þess að þeir áttu hluta­bréf í Lands­bank­an­um sem urðu verðlaus hinn 7. októ­ber 2008 og að þeir hafi verið í þeirri stöðu vegna sak­næmr­ar hátt­semi Björgólfs. Þeir hefðu ekki kært sig um að vera hlut­haf­ar ef upp­lýst hefði verið að Lands­bank­inn lyti stjórn Sam­son, og hefði átt að telj­ast móður­fé­lag hans, og ef upp­lýst hefði verið um um­fangs­mikl­ar lán­veit­ing­ar bank­ans til Björgólfs.

Tjón þeirra er talið svara til þess verðs sem greitt hefði verið fyr­ir hluta­bréf­in á al­menn­um markaði á þess­um tíma, þ.e. þegar skylt varð að veita upp­lýs­ing­ar um yf­ir­ráð bank­ans og lán­tök­ur, eða sam­kvæmt yf­ir­töku­boði. Tjóns annarra, sem keyptu bréf eft­ir þenn­an tíma, er talið miðast við kaup­verð bréfa sinna. End­an­leg fjár­hæð mun hins veg­ar ráðast af því á hvaða grund­velli og frá hvaða tíma fall­ist verður á bóta­skyldu - ef á hana verður á annað borð fall­ist.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK