Norðmenn kaupa 50% í Arctic Fish

Norska fiskeldisfyrirtækið Norway Royal Salmon (NRS) er að kaupa helmingshlut í vestfirska fiskeldisfyrirtækinu Arctic Fish.

Samkvæmt tilkynningu NRS til kauphallarinnar í Ósló greiðir fyrirtækið 29 milljónir evra fyrir 50% hlut í Arctic Fish en annað hlutafé er í eigu eignarhaldsfélaganna Bremesco Holding og Novo (47,50% og 2,50%). Þetta kemur fram á vefnum Undercurrent News.

Bremesco Holding er í eigu Jerzy Malek, sem stofnaði pólska laxeldisfyrirtækið Morpol. Malek færði út laxeldiskvíarnar í Noregi og Bretlandi en seldi fyrirtækið síðar til Marine Harvest.

Malek vildi ekki tjá sig um viðskiptin á Íslandi við Undercurrent News. Malek er stjórnarformaður Arctic Fish en þegar kaup NRS á helmingshlut í fyrirtækinu ganga í gegn verður nýr stjórnarformaður valinn. Aðrir í stjórn verða tveir fulltrúar frá NRS og tveir frá Bremesco. 

Engar breytingar verða gerðar á framkvæmdastjórn Arctic Fish og verður Sigurður Pétursson, stofnandi Arctic Fish, áfram framkvæmdastjóri. 

Í frétt Undercurrent News kemur fram að NRS fylgir hér í fótspor keppinautar, norska eldisfyrirtækisins SalMar, en fyrirtækið keypti 235 hluti í Arnarlaxi í vetur og í vor var tilkynnt um að Arnarlax hefði keypt Fjarðalax.

Í Morgunblaðinu í vor kom fram að stefnt væri að skráningu sameinaðs fyrirtækis á markað innan tveggja ára. 

Sameinað fyrirtæki starfar undir merkjum Arnarlax og höfuðstöðvar þess eru á Bíldudal. SalMar er kjölfestufjárfestir ásamt Matthíasi Garðarssyni og Kristian Matthíassyni, stærstu eigendum Arnarlax. Kristian verður forstjóri félagsins. Kjölfestufjárfestir Fjarðalax mun einnig verða hluthafi. Fjarðalax er með sjókvíaeldi í þremur fjörðum Vestfjarða og er stærsta fiskeldisfyrirtæki landsins. 

Vefur Arctic Fish

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK