Hagar reyna að kaupa Lyfju

Hagar hf. hafa sett fram skuldbindandi kauptilboð í alla hluti í Lyfju hf. Seljandi er Ríkissjóður Íslands í gegnum dótturfélag Seðlabanka Íslands, Lindarhvol ehf. Lyfja hf. samanstendur af móðurfélaginu Lyfju hf. ásamt dótturfélögunum Heilsu ehf. og Mengi ehf. Lyfja rekur samtals 39 apótek. Þetta kemur fram í tilkynningu Haga til Kauphallarinnar.

Lyfja er nú í opnu söluferli sem Virðing hf. annast. Er þetta hluti af sölu ríkisins á eignarhlutum sínum í fleiri fyrirtækjum, en Lindarhvoll hefur meðal annars staðið í söluferli á Vörukaupum ehf., Klakka ehf. Gamla Byr eignarhaldsfélagi ehf. og Glitni holdco ehf. og Sjóvá. Eignarhluturinn í Lyfju fór til Glitnis eftir endurskipulagningu fyrirtækisins, en ríkið eignaðist svo Glitni eftir samkomulag um stöðugleikaframlag.

Samkvæmt söluferlinu stóð fjárfestum til boða að skila inn óskuldbindandi tilboðum í allt hlutafé í Lyfju hinn 5. október 2016. Tilteknir fjárfestar voru teknir áfram í annan hluta söluferlis og rann skilafrestur skuldbindandi tilboða út klukkan 16 í dag, segir í tilkynningunni. Mun Lindarhvoll nú ákveða hvort halda eigi áfram með söluferlið með einum eða fleiri aðilum. 

Hagar taka fram að tilboðið sé sett fram með fyrirvara um áreiðanleikakönnun og samþykki Samkeppniseftirlitsins. Gangi viðskiptin eftir má gera ráð fyrir að gengið verði frá viðskiptunum fyrir mitt ár 2017.  

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK