Innkalla Maserati vegna eldhættu

Maserati Ghibli.
Maserati Ghibli.

Neytendastofa hefur vakið athygli á evrópskri innköllun á Maserati-bifreiðum sem sett var í gang vegna mögulegrar hættu á skammhlaupi undir sætum bifreiðarinnar með tilheyrandi eldhættu. 

Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu NeytendastofuUm er að ræða 112.690 bíla en mögulega má finna sex bifreiðar af þessum gerðum á Íslandi. Innköllunin er í gegnum Rapex-kerfið og snýr að öllum Maserati-bifreiðum af undirgerðunum Ghibli, Levante og Quattroporte sem framleiddar voru á árunum milli 2013 og 2016.

Í fréttinni segir að þar sem Maserati hafi engan umboðsmann á Íslandi séu inngrip vegna innköllunarinnar nokkuð snúin og ábyrgðarmál gæti verið í uppnámi ef annar en viðurkenndur viðgerðaraðili komi að lagfæringu gallans. 

Neytendastofa hvetur eigendur þessara bíltegunda til að kynna sér innköllunina og grípa til viðeigandi ráðstafana.

mbl.is
Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir