309,5 milljarða tekjuafkoma 216

Viðsnúningur í tekjuafkomu ríkisins
Viðsnúningur í tekjuafkomu ríkisins mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Tekjuafkoma ríkisins var jákvæð um 309,5 milljarða króna árið 2016 sem nemur 12,6% af landsframleiðslu. Til samanburðar var tekjuafkoman neikvæð um 18,2 milljarða króna árið 2015 eða 0,8% af landsframleiðslu. Í mars síðastliðnum var áætluð tekjuafkoma hins opinbera fyrir árið 2016 jákvæð um 416,8 milljarða króna eða 17,2% af landsframleiðslu. Þetta kemur fram í Hagtíðindum Hagstofu Íslands. 

Skýrist af stöðugleikaframlagi 

Afkoman skýrist af 384,2 milljarða króna stöðugleikaframlagi frá slitabúum fallinna fjármálafyrirtækja. Meðaltalið í útgjöldum hins opinbera er gjaldfærsla upp á 105,1 milljarð króna vegna fjármagnstilfærslu ríkissjóðs til Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins. 

Tekjur hins opinbera námu rúmum 1,413 milljörðum króna og jukust um 51,8% á milli ára. Sem hlutfall af landsframleiðslu mældust þær 57.7% samanborið við 41,7% árið 2015. Útgjöld hins opinbera voru tæplega 1,104 milljarðar króna árið 201 eða45,1 af landsframleiðslu samanborið við 42,5% árið 2015

Tekjuafkoman var lægri en áætlað var í mars þegar tekjuafkoma fyrir 201 var talin nema 416,8 milljörðum króna eða 17,2% af landsframleiðslu.

Enn miklar skuldir

Hrein peningaleg eign hins opinbera var neikvæð um 847,1 milljarð króna í árslok 2016 eða m 34,6% af vergri landsframleiðslu. Hrein peningaleg eign hefur batnað um 230,5 milljarða króna frá því í árslok 2015. Peningalegar eignir námu 1,282 milljörðum króna og heildarskuldir 2,219 milljörðum króna í árslok 2016

mbl.is
Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir