Sýknaður af kröfu um hlut í Kaupþingi

Kaupþing í Lúxemborg.
Kaupþing í Lúxemborg. mbl.is/Ólafur

Breski fasteignajöfurinn David „Spotty“ Rowland var sýknaður af kröfu manns sem sagði að um borð í snekkju í Miðjarðarhafinu hefði sér verið lofaður kaupréttur í Kaupþingi í Lúxemborg. 

Financial Times greinir frá málavöxtunum en maður að nafni Michael Wright fullyrti að hann hefði kynnt Rowland fyrir Sigurður Einarssyni, þáverandi stjórnarformanni Kaupþings, í júlí 2009 og aðstoðað hann við yfirtöku á Kaupþingi í Lúxemborg. 

Wright sagði að hann hafi verið um borð í snekkju suður af Frakklandi í þann sama mánuð þegar Rowland lofaði honum kauprétti á hátt í 5% hlut í bankanum fyrir hjálpina. 

David Rowland og sonur hans Jonathan, sem einnig var stefnt, neituðu að slíkt samkomulag hefði átt sér stað en Rowland keypti starfsemi Kaupþings í Lúxemborg og breytti nafninu í Banque Havilland. Eignir Rowland-ættarinnar nema 97 milljörðum íslenskra króna en David Rowland efnaðist ungur á fasteignamarkaðinum og hlaut þá viðurnefnið „Spotty“. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK