Innkalla Tuborg vegna aðskotahlutar

Ölgerðin hefur hafið innköllun á einni lotu af bjór í samráði við heilbrigðiseftirlitið vegna aðskotahlutar sem fannst í einni dósinni. Hann mun hafa verið glerbrot eða hart plast. 

Um er að ræða bjórtegundina Tuborg Classic en innköllunin einskorðast við pökkunardaginn 20. september og 50 cl nettómagn. Lotunni var dreift í verlslanir ÁTVR um allt land. 

Viðskiptavinum sem hafa keypt vöruna er bent á að neyta hennar ekki og farga eða skila henni til Ölgerðarinnar eða í næstu verslun ÁTVR og fá nýja vöru í staðinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK