Ekkert tilboð barst í slotið

Húsið sem Pablo Picasso (1881-1973) eyddi síðustu tólf árum ævi …
Húsið sem Pablo Picasso (1881-1973) eyddi síðustu tólf árum ævi sinnar í. AFP

Nýsjálenskur fjárfestir fær tvo mánuði til þess að útvega 20,1 milljón evra, rúma 2,5 milljarða króna, til að kaupa heimili spænska myndlistarmannsins Pablo Picasso á frönsku Ríveríunni. 

Rayo Withanage bauð hæst í eignina á uppboði í júní en hollenski bankinn, Achmea, sem bauð eignina upp, setti eignina á nýtt uppboð þar sem Withanage hafði ekki tekist að skrapa saman fjárhæðinni sem hann bauð í eignina. 

Eignin, sem er í Mougins, skammt frá Cannes, fór því á uppboð að nýju í morgun en ekkert tilboð barst. Dómari í bænum Grasse á frönsku Ríveríunni  veitti Withange frest þangað til í desember að útvega féð þar sem enginn sýndi eigninni áhuga á uppboðinu í dag.

„Við höfum átt í viðræðum við hann í ár. Vonandi tekst honum að komast yfir marklínuna,“ segir Maxime Van Rolleghem, lögfræðingur bankans. 

Hann segir að verðið sem Withanage er að greiða fyrir eignina, sem er 3 þrír hektarar að stærð, hlægilegt. „Við erum vonsvikin því hún er að minnsta kosti 30 milljóna evra virði.“

Picasso eyddi síðustu tólf árum ævi sinnar á setrinu en það var byggt á nítjándu öld. Áður var það í eigu ensk írsku Guinness fjölskyldunnar sem stofnaði samnefnt brugghús á sínum tíma. 

Ekkja Picasso, Jacqueline, framdi sjálfsvíg í húsinu árið 1986 en hún kom meðal annars til Íslands nokkrum vikum áður en hún stytti sér aldur.

Dóttir hennar, Catherine Hutin-Blay, seldi hollenskum hjónum eignina en eftir að þau lentu í fjárhagserfiðleikum endaði hún í eigu hollenska bankans.

Engin tilboð bárust í eignina sem áður var í eigu …
Engin tilboð bárust í eignina sem áður var í eigu Pablo Picasso. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK