Einkaaðilar með 1% af hljóðbókum sem 30% nota

Stefán segir að starfsemi Hljóðbókasafnsins geti flokkast undir óeðlileg afskipti ...
Stefán segir að starfsemi Hljóðbókasafnsins geti flokkast undir óeðlileg afskipti ríkisins af einkarekstri. mbl.is/Kristinn Magnússon

Samkvæmt Gallup-könnun hlusta 30% þjóðarinnar á íslenskar hljóðbækur sem er sláandi, að sögn Stefáns Hjörleifssonar, framkvæmdastjóra Skynjunar, þar sem Skynjun og Hljóðbók.is eru aðeins með 1% af heildarmarkaðnum.

Gera má ráð fyrir að hinn hlutinn komi að hluta til eftir ólöglegum leiðum og frá Hljóðbókasafni Íslands, en það mega aðeins þeir nota sem eru blindir og lestrarhamlaðir og eru með vottorð upp á það.

Stefán seldi nýlega Skynjun til sænska fyrirtækisins Storytel, sem hyggur á stórsókn inn á markaðinn. Í samtali í Morgunblaðinu í dag segir hann að starfsemi Hljóðbókasafns Íslands geti flokkast undir óeðlileg afskipti ríkisins af einkarekstri.

Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir