Hagnaður Eikar dregst lítillega saman

Garðar Hannes Friðjónsson, forstjóri Eikar.
Garðar Hannes Friðjónsson, forstjóri Eikar. mbl.is/Ómar Óskarsson

Eik fasteignafélag hagnaðist um 804 milljónir króna á þriðja ársfjórðungi þessa árs samanborið við 963 milljóna króna hagnað á sama tímabili í fyrra. 

Rekstrartekjur félagsins jukust milli ára en þær voru 2.016 milljónir króna samanborið við 1.822 á þriðja ársfjórðungi 2016. Rekstrarkostnaður var 684 milljónir á fjórðungnum. Hann hækkaði um 102 milljónir frá síðasta ári. 

Í tilkynningu um uppgjörið er haft eftir Garðari Hannesi Friðjónssyni forstjóra að rekstur félagsins fyrstu níu mánuði ársins hafi verið í takt við væntingar. Rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu og afskriftir hafi aukist um 10% milli ára og leigutekjur um 11%. 

Stærsti hluti fasteignasafns Eikar er skrifstofuhúsnæði eða 44%. Næst kemur verslunarhúsnæði 26%, hótel 12%, lagerhúsnæði 11%, og veitingahúsnæði 4%.

mbl.is
Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir