Skattheimta á Íslandi sú þriðja mesta í OECD

Samtök atvinnulífsins gera athugasemd við útreikninga skatta.
Samtök atvinnulífsins gera athugasemd við útreikninga skatta. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Þegar leiðrétt er fyrir því að lífeyriskerfi landa eru fjármögnuð með misjöfnum hætti, sum í gegnum skattkerfið en önnur ekki, kemur í ljós að skattheimta á Íslandi er ein sú mesta meðal aðildarríkja Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD).

Þetta segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, í Morgunblaðinu í dag. Tilefnið er frétt í blaðinu sl. laugardag. Þar var fjallað um útreikninga OECD á sköttum sem hlutfall af vergri landsframleiðslu.

Samkvæmt þeim var hlutfallið 36,4% á Íslandi í fyrra en 34,3% að meðaltali í OECD-ríkjunum. Skilaði þessi niðurstaða Íslandi í 15. sæti af 35 á lista OECD. Samkvæmt tölum stofnunarinnar hefur þetta hlutfall farið lækkandi á Íslandi síðustu ár. Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Halldór Benjamín þessa útreikninga ekki segja alla söguna. Raunar gefi þeir ranga mynd.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK