Lækkun tryggingagjalds í forgangi

Tryggingagjaldið er ennþá hærra en það var fyrir hrun.
Tryggingagjaldið er ennþá hærra en það var fyrir hrun. mbl.is/Ómar Óskarsson

Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir að það sé forgangsmál á kjörtímabilinu að lækka tryggingagjald. Loforð um að gjaldið verði lækkað hafa nokkrum sinnum verið gefin „eftir því sem svigrúm er til“ og það hefur raunar lækkað í smáum skrefum frá 2012-2016.

Enn vantar þó mikið upp á að gjaldið lækki í það sem það var fyrir hrun bankanna eins og Samtök atvinnulífsins hafa krafist að gert verði og getur vegið þungt við endurskoðun á forsendum kjarasamninga í febrúar á næsta ári.

Gjaldið var 5,34% árið 2008, það hækkaði verulega í atvinnuleysinu á árunum 2009 og 2010 eða í 8,65% en hefur nú verið 6,85% í hálft annað ár, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir