Pressan gjaldþrota

Björn Ingi Hrafnsson.
Björn Ingi Hrafnsson. mbl.is/Árni Sæberg

Pressan ehf. hefur verið tekin til gjaldþrotaskipta að kröfu Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja vegna ógreiddra iðgjalda. Kristján B. Thorlacius hefur verið skipaður skiptastjóri þrotabúsins. 

Þetta staðfestir Ómar R. Valdimarsson, stjórnarformaður Pressunnar, í samtali við mbl.is en Vísir greindi fyrst frá. 

All­ur rekst­ur fé­lags­ins var stöðvaður í lok nóvember og báðum starfs­mönn­um þess sagt upp störf­um.

Þá lagði stjórn Press­unn­ar fram kæru á hend­ur Birni Inga Hrafns­syni fyr­ir meint­an fjár­drátt en lögmaður Björns Inga sagði að til­gang­ur­inn væri að þyrla upp moldviðri í fjöl­miðlum.

mbl.is

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir