„Kranar eru ekki flöskuhálsinn“

Stjórnendur fyrirtækja sem ýmist leigja út eða selja byggingarkrana taka ekki undir með Degi B. Eggertssyni, borgarstjóra Reykjavíkur, um að hægt væri að tvöfalda kraftinn í uppbyggingu ef nógu mikið væri til af krönum. 

Dag­ur lét um­mæl­in falla í kvöld­frétt­um RÚV í gær: „Áhyggj­ur okk­ar lúta meira að því að það sé ekki nógu mikið af stór­um og öfl­ug­um verk­tök­um til að tak­ast á við öll þessi verk­efni [...] Það væri hægt að tvö­falda kraft­inn ef það væri nógu mikið af krön­um og mann­skap til þess að gera það,“ sagði Dag­ur.

Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, sagði í samtali við Morgunblaðið að þetta væri af og frá. „Í sam­töl­um okk­ar við verk­taka kem­ur í ljós að þau um­mæli borg­ar­stjóra að það vanti krana og mann­skap til að byggja meira stand­ast ekki skoðun.

Blaðamaður mbl.is hafði samband við þrjá stjórnendur hjá fyrirtækjum sem selja eða leigja út byggingarkrana.

Flytja inn í takt við þörf

„Það er nóg til af byggingarkrönum og ef það vantar krana er enginn vandi að fá fleiri. Það sem vantar er nóg af lóðum til að byggja og helst á nýbyggingarsvæðum,“ sagði einn stjórnendanna. „Menn flytja inn krana þegar það er þörf fyrir þá en ekki bara til að eiga þá á lager sér til skemmtunar. Þetta eru dýr tæki.

Annar þeirra tók í sama streng og sagði að framboð á krönum væri ekki takmarkandi þáttur í uppbyggingu í borginni.

„Við erum með áætlanir um það hversu marga krana við fáum til landsins eftir því hvernig við teljum að markaðurinn þróist. Kranar eru ekki flöskuhálsinn, það er alveg ljóst,“ sagði hann og bætti við að krönum ætti eftir að fjölga með eðlilegum hætti næstu þrjú árin. 

Aukin eftirspurn á landsbyggðinni

Sá þriðji sagði að framboð á stórum krönum svalaði eftirspurninni sem væri sáralítil. „Þessi stóru verkefni eru tiltölulega nýtilkomin. Markaðurinn hér hefur snúist um að byggja lægri hús.“

Hann nefndi einnig að spurn eftir byggingarkrönum hefði aukist umtalsvert úti á landi, sérstaklega á Suðurlandi. Hann merkti hins vegar ekki svo mikla aukningu á höfuðborgarsvæðinu. 

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK