Heimavellir í Kauphöllina í lok mars

Mynd/Heimavellir

Fasteignafélagið Heimavellir hagnaðist um 2,7 milljarða króna á árinu 2017 samanborið við 2,2 milljarða árið áður en leigutekjur félagsins tvöfölduðust á tímabilinu. Það stefnir á skráningu í Kauphöll Íslands um mánaðamót mars og apríl. 

Leigutekjur á árinu 2017 námu 3.096 milljónum króna og ríflega tvöfölduðust frá fyrra ári þegar þær voru 1.495 milljónir. Rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu nam 1.622 milljónum króna og jókst um 967 milljónir á milli ára. Matsbreyting fjárfestingareigna nam 3.845 milljónum.

Rekstrarhagnaður félagsins á árinu 2017 var 2.716 milljónir króna í samanburði við 2.217 milljónir króna árið áður. Virði fjárfestingareigna í árslok 2017 var 53.618 milljónir króna sem er aukning um 12.914 milljónir á milli ára.

Eigið fé var 17.587 milljónir lok síðasta árs og var eiginfjárhlutfall félagsins 31,4%. Vaxtaberandi skuldir námu 34.938 milljónum. 

Í tilkynningu um uppgjörið segir að félagið hafi tryggt sér kaup á um 340 íbúðum sem koma í rekstur á þessu og næsta ári og að stefnt sé að skráningu félagsins í Kauphöll Íslands um mánaðamót mars og apríl. 

Áhersla á íbúðir fyrir eldri borgara

Við erum markvisst að byggja upp leigumarkað þar sem fólk getur reitt sig á örugga langtímaleigu eins og þekkist í nágrannalöndum okkar. Þannig viljum við stuðla að fjölbreyttari og stöðugri húsnæðismarkaði á Íslandi,“ er haft eftir Guðbrandi Sigurðssyni framkvæmdastjóra í tilkynningunni. 

„Áherslur félagsins verða þar sem þörfin er mest, þar á meðal íbúðir fyrir eldri borgara, en við erum einnig að skoða leiðir til að koma á markað litlum hagkvæmum leiguíbúðum sem mikil þörf er fyrir um þessar mundir.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK