Félag Karls Werners­son­ar gjaldþrota

mbl.is/Jim Smart

Einkahlutafélagið Aur­láki, sem er í eigu fjár­fest­is­ins Karls Werners­son­ar, hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta samkvæmt auglýsingu í Lögbirtingablaðinu. 

Hæstirétt­ur staðfesti í síðasta mánuði dóm Héraðsdóms Reykja­vík­ur frá því í lok ág­úst 2016 þess efn­is að fé­lagið Aur­láki skuli greiða þrota­búi Milest­one 970.103.914 krón­ur auk vaxta vegna söl­unn­ar á lyfja­versl­un­inni Lyfj­um og heilsu sem seld var frá Milest­one til Aur­láka í mars árið 2008.

Fé­lagið Aur­láki var í eigu bróður Karls, Stein­gríms Werners­son­ar,  á þeim tíma þegar sal­an fór fram en þrota­búið taldi að til­gang­ur­inn með henni hefði verið að koma Lyfj­um og heilsu und­an gjaldþroti Milest­one sem stjórn­end­um þess fé­lags hefði átt að vera ljóst að stefndi í. Milest­one var þá í eigu og und­ir stjórn bræðranna.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK