Ryanair kaupir Niki

Niki Lauda keppti í Formúlu 1 á árum áður.
Niki Lauda keppti í Formúlu 1 á árum áður. AFP

Ryanair hefur komist að samkomulagi við austurríska ökuþórinn Niki Lauda um kaup á flugfélaginu Niki. Þetta er aðeins önnur yfirtaka Ryanair í sögu félagsins. 

Ryanair greiðir 50 milljónir evra fyrir meirihluta í LaudaMotion sem tók yfir Niki fyrir tveimur mánuðum í kjölfar greiðslustöðvunar Air Berlin, að því er kemur fram í frétt BloombergNiki Lauda mun þó gegna stjórnarformennsku í LaudaMotion og hafa umsjón með uppbyggingu Niki.

Kaupunum fylgir 50 milljóna evra innspýting til þess að rétta rekstur Niki af, auk þess sem Ryanair mun útvega sex flugvélar. Er metið að floti Niki stækki upp í 30 flugvélar og að félagið verði arðbært á þriðja rekstrarári. 

Eins og áður segir hefur Ryanair aðeins ráðist í yfirtöku á öðru félagi einu sinni áður. Það var árið 2003 þegar það keypti Buzz frá KLM en starfsemi Buzz var lögð niður ári seinna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK