Selji beint úr brugghúsum

Í brugghúsi Bryggjunnar.
Í brugghúsi Bryggjunnar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Samtök íslenskra handverksbrugghúsa vilja að hægt verði að selja bjór beint úr brugghúsum. Þau kalla eftir því að Vínbúðin verði liðlegri við minni brugghús varðandi sölu á bjór, sem margir hverjir eru einungis til sölu um skamma hríð, og að smærri áfengisframleiðendum verði veittur afsláttur af áfengisgjaldi í samræmi við venjur og heimildir hjá Evrópusambandinu.

Þetta segir Sigurður Snorrason, formaður hinna nýstofnuðu samtaka, í samtali við ViðskiptaMoggann. Innan raða þeirra er 21 brugghús um land allt.

Að hans sögn má víða kaupa bjór beint af brugghúsum, t.d. í Noregi, Finnlandi og Danmörku. „Þetta veitir brugghúsunum sveigjanleika við sölu því þau framleiða oft vissar bjórtegundir í skamman tíma og því getur verið erfitt að koma þeim í verslanir,“ segir hann. „Eins og sakir standa er Vínbúðin eina verslunin sem má selja bjór.“

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK