Forkaupsréttur mun ekki gilda við frumskráningu

Áskilið er að núverandi hluthafar í Arion banka, sem einnig …
Áskilið er að núverandi hluthafar í Arion banka, sem einnig eru hluthafar í Kaupþingi, muni ekki auka við hlut sinn við frumskráninguna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fjármála- og efnahagsráðuneytið og Kaupþing hafa náð niðurstöðu um framkvæmd ákvæðis 3.6 í afkomuskiptasamningi íslenska ríkisins, Kaupþings hf. og dótturfélags þess, Kaupskila
ehf., frá 13. janúar 2016.
 Í ákvæðinu felst að forkaupsréttur ríkisins við sölu hlutabréfa í Arion banka skuli aðlagaður við skráningu bankans á markað.

Þetta kemur fram í frétt á vef ráðuneytisins.

Niðurstaðan felur í sér að forkaupsréttur ríkisins mun verða aðlagaður á þann hátt að hann muni ekki gilda við frumskráningu Arion banka á skipulegan verðbréfamarkað sem Arion hefur tilkynnt um og sölu á hlutum Kaupþings/Kaupskila sem fyrirhuguð er í tengslum við skráninguna. Forkaupsrétturinn mun hins vegar að öðru leyti standa óhaggaður eftir það.

Áskilið er að núverandi hluthafar í Arion banka, sem einnig eru hluthafar í Kaupþingi, muni ekki auka við hlut sinn við frumskráninguna.

„Með framangreindu er stuðlað að því markmiði stöðugleikasamninga ríkisins við Kaupþing frá 2016 að félagið losi um hluti sína í Arion banka með skipulegum hætti og í samræmi við samningsskyldur sínar,“ segir í frétt ráðuneytisins.

Söluandvirði þeirra hlutabréfa sem seld verða í tengslum við frumskráninguna verður greitt inn á skuldabréf sem Kaupþing/Kaupskil gaf út í tenglum við stöðugleikasamningana. Eftirstöðvar þess nema nú um 29 milljörðum króna. 

Afkomuskiptasamningurinn kveður á um að söluandvirði hlutabréfa Kaupþings umfram andvirði skuldabréfsins skiptist milli ríkisins og Kaupþings í tilgreindum hlutföllum.

„Ríkið mun fylgjast grannt með skráningar- og söluferlinu og mun tilnefna eftirlitsaðila sem mun fylgjast með og hafa aðgang að öllum upplýsingum og gögnum sem varða ferlið,“ segir í frétt ráðuneytisins. „Takist vel til við skráningu Arion banka á markað yrði stigið mikilvægt skref í endurskipulagningu íslenska fjármálakerfisins og í átt að dreifðara eignarhaldi Arion banka hf.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK