Bandaríkin setja 25% toll á stálvörur

Bandarísk stjórnvöld ætla að setja 25% toll á vörur úr …
Bandarísk stjórnvöld ætla að setja 25% toll á vörur úr stáli frá ESB ríkjum, Mexíkó og Kanada. AFP

Viðskiptastríð virðist vera í uppsiglingu milli Bandaríkjanna og Evrópusambandsins annars vegar og hins vegar milli Bandaríkjanna, Kanada og Mexíkó. Tilkynntu bandarísk stjórnvöld í dag að þau ætli að setja 25% toll á stálvörur frá ríkjunum og 10% toll á álvörur.

Mun tollurinn skella á strax á miðnætti í kvöld, að því er BBC  greinir frá, en tilkynningin vakti hörð viðbrögð frá stjórnvöldum ríkjanna. Sögðu ráðamenn ESB ríkja tollinn vera „hreina og klára verndarstefnu“.

Bresk stjórnvöld sögðust „verulega vonsvikin“ með ákvörðun bandarískra stjórnvalda, en viðræður um málið hafa staðið yfir vikum saman.

Cecilia Malmstrom, sem fer með viðskiptamál fyrir ESB, sagði þetta vera „slæman dag fyrir alþjóðleg viðskipti“ og Jean-Claude Junker, for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar Evr­ópu­sam­bands­ins, sagði tollahækkunina vera „fullkomlega óásættanlega“.

ESB eigi engra kosta völ nema fara með málið fyrir Alþjóðaviðskiptastofnunina (WTO) og setja álögur á bandarískan innflutning.

Áður var búið að birta lista yfir vörur sem ESB myndi setja aukna tolla á m.a. bandarískt viskí, trönuber og gallabuxur.

Þá sagði viðskiptaráðherra Mexíkó að þarlend stjórnvöld muni setja álögur stál, svínakjöt, epli, vínber, bláber og ost.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK