Milljarðaþrot vegna útrásar Pennans

Skiptum á þrotabúi AN Holding er lokið en félagið var í eigu Pennans og tengdist útrás fyrirtækisins. Niðurstaðan var sú að engar eignir fengust upp í lýstar kröfur sem námu rúmum þremur milljörðum.

Greint er frá skiptalokunum í Lögbirtingarblaðinu en þar kemur fram að lýstar kröfur hafi verið tæplega 3,2 milljarðar króna. 

Kristinn Vilbergsson og Þórður Kolbeinsson leiddu hóp fjárfesta sem keyptu Pennann árið 2005 og í kjölfarið var sótt inn á erlenda markaði. Árið 2006 festi það kaup á 73% hlut á lettneska skrifstofufyrirtækinu AN Office og sama ár keypti félagið finnska skrifstofufyrirtækið Tamore. 

Penninn keypt síðan tvö önnur fyrirtæki í Lettlandi; kaffiframleiðslufyrirtækið Melna Kafija og húsgagnafyrirtækið Coppa. Í ársbyrjun 2009 störfuðu 2.500 manns í sjö löndum hjá fyrirtækinu.

AN Holding var tekið yfir af skilanefnd Sparisjóðabankans (áður Icebank). Í ársreikningi félagsins fyrir árið 2016 er skráður eignarhlutur í einu dótturfélagi, SIA Aigas Holding í Lettlandi. Nafnverðið er tæplega 14 milljónir evra en bókfært verð núll. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK