Ráðin forstöðumaður þjálfunar hjá Icelandair

Sigrún Stefanía Kolsöe.
Sigrún Stefanía Kolsöe. Ljósmynd/Aðsend

Sigrún Stefanía Kolsöe hefur verið ráðin forstöðumaður þjálfunar hjá Icelandair. Um er að ræða nýtt starf sem varð til í kjölfar skipulagsbreytinga á rekstrarsviði félagsins þegar þrjár þjálfunardeildir, flugrekstrartengd þjálfun, tækniþjálfun og þjálfun í flugafgreiðslu, voru sameinaðar og skipulag þjálfunar endurskoðað.

Sigrún Stefanía hóf störf hjá Flugleiðum innanlands sem sumarstarfsmaður í innritun 1987, að því er segir í tilkynningu. Árið 1994 var hún ráðin til fyrirtækisins sem flugfreyja og samhliða því frá árinu 1998 starfaði hún sem kennari í þjálfunardeild Icelandair þar sem hún sá um og kenndi flugfreyjum og flugþjónum á nýliða- og upprifjunarnámskeiðum bæði hérlendis og erlendis í leiguverkefnum. Undanfarin 13 ár hefur hún gegnt starfi yfirkennara flugfreyja og flugþjóna og hefur ásamt fleirum byggt upp verklega þjálfunaraðstöðu Icelandair á Flugvöllum í Hafnarfirði.

Sigrún Stefanía er grunnskólakennari með B. Ed frá Kennaraháskóla Íslands og auk þess hefur hún lokið undirbúningsnámi fyrir meistaranám Háskóla Íslands í viðskiptafræði ásamt Vor-diplom í Arkitektúr frá Tækniháskólanum í Darmstadt. Hún er gift Pétri Guðmundssyni, flugstjóra og eiga þau tvö börn.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK