Vinnumarkaðurinn að verða tvískiptur

Fyrir hrun voru starfsmannaleigur einkum nýttar í kringum verklegar framkvæmdir. ...
Fyrir hrun voru starfsmannaleigur einkum nýttar í kringum verklegar framkvæmdir. „Núna sjáum við starfsmannaleigur nýttar víðar og hlutfall kvenna að aukast,“ segir Gylfi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Mikið hefur fjölgað í hópi útlendinga sem flytjast til Íslands á vegum starfsmannaleiga og starfa hér í skemmri eða lengri tíma.

Fyrir hrun komu starfsmannaleigurnar einkum að verklegum framkvæmdum en útvega í dag starfsfólk víðar, t.d. í ferðaþjónustu.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að Gylfi Magnússon, dósent í viðskiptafræðideild HÍ, og meðhöfundar hans birtu nýlega fræðigrein þar sem viðraðar eru áhyggjur af að þetta fólk búi á margan hátt við lakari kjör en heimamenn. Starfsfólk starfsmannaleiganna þekki ekki alltaf rétt sinn og sé í erfiðri stöðu til að krefjast betri kjara enda mjög háð vinnuveitanda sínum.

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir