Merki voru um að annar ársfjórðungur yrði lakari

Hlutabréf í Icelandair hafa lækkað mjög í verði eftir að …
Hlutabréf í Icelandair hafa lækkað mjög í verði eftir að félagið sendi frá sér svarta afkomuviðvörun í gærkvöldi. mbl.is/Sigurður Bogi

„Þetta kemur vissulega markaðnum á óvart, það er alveg ljóst. Menn voru greinilega að búast við að einhver hluti áætlana stjórnenda félagsins frá því fyrr á árinu gengi eftir hjá félaginu,“ segir Sigurður Örn Karlsson, greinandi hjá IFS, um 25 prósenta lækkun Icelandair í 600 milljóna króna viðskiptum í Kauphöllinni í dag.

Sigurður segir að í afkomuviðvöruninni sem Icelandair sendi frá sér í gærkvöldi hafi komið fram mikil lækkun EBITDA frá því fyrir tveimur mánuðum. „Kannski hefðu þeir átt að vera að einhverju leyti varfærnari,“ segir Sigurður um spár stjórnenda fyrr á árinu en væntingum félagsins var haldið óbreyttum eftir fyrsta ársfjórðung þrátt fyrir að aprílmánuður hafi verið dræmari í ár en í fyrra og pantanir voru lakari fyrir maí.

„Það voru vísbendingar um að annar fjórðungur yrði lakari,“ segir Sigurður og segir það hafa komið á daginn. „Samkvæmt þessu er flugverð ekki að pikka eins mikið upp og þeir gerðu ráð fyrir. Olían er búin að hækka mikið á síðastliðnum 12, 18 mánuðum og það vegur þungt ef flugverðið hækkar ekki í takt við það,“ segir Sigurður og bætir við að líkt og fram hafi komið í afkomuviðvöruninni hafi félagið lent í miklum afbókunum í ferðaþjónustuhluta fyrirtækisins, Iceland Travel.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK