Pantanir streyma inn í Rússlandi

Ari Edwald, forstjóri MS.
Ari Edwald, forstjóri MS. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ari Edwald, forstjóri Mjólkursamsölunnar (MS), segir sölu á skyri í Rússlandi ganga vonum framar. Pantanir hafi streymt inn og fleiri verslanakeðjur sett sig í samband við framleiðandann en reiknað var með.

Áformað er að framleiða sem nemur tvöfaldri ársneyslu á Íslandi innan þriggja ára. Þá hefur verið samið við dótturfélag japanska stórfyrirtækisins Nippon um dreifingu á skyri í Japan. Hyggst Nippon nota skyrið sem stökkpall að auknum umsvifum í mjólkurgeiranum.

Ísey-skyr í rússneskum umbúðum.
Ísey-skyr í rússneskum umbúðum. Ljósmynd/Aðsend

MS stofnaði í byrjun mánaðarins dótturfélagið Ísey Exports um sölu á skyri á erlendum mörkuðum. Ari segir vörumerkjasamninga greiða fyrir þeirri sókn. „Það eru auðvitað mörg lönd eftir og við höfum metnaðarfull markmið um að Ísey skyr verði þekktasta skyrvörumerki heims,“ segir Ari. Hann segir það ekki mundu koma á óvart ef árleg framlegð Ísey Exports af þessari starfsemi færi yfir milljarð króna að fáum árum liðnum. 

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Myntbreyta

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  CHF
  JPY

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir