Telia kaupir fjölmiðlasamsteypu

Sænska fjarskiptafyrirtækið Telia er að stórum hlut í eigu sænska …
Sænska fjarskiptafyrirtækið Telia er að stórum hlut í eigu sænska ríkisins.

Sænska fjarskiptafyrirtækið Telia hefur keypt fjölmiðlafyrirtækið Bonnier Broadcasting og þar með sjónvarpsstöðina TV4. Kaupverðið er 9,3 milljarðar sænskra króna að því er fram kemur í fréttatilkynningu og greint er frá í sænskum fjölmiðlum í morgun. Sagt er að um metverð í sambærilegum viðskiptum sé að ræða.

Um 1.000 manns starfa hjá Bonnier í Svíþjóð og Finnlandi.

Núverandi forstjóri Bonnier Broadcasting, Casten Almqvist, mun verða forstjóri nýs sviðs innan Telia sem fjölmiðlarnir munu heyra undir.

Ríkið á 37% í Telia og er fyrirætlanir um kaupin á fjölmiðlafyrirtækinu voru kynntar í maí vöknuðu spurningar um áhrif almennt á hinn sænska fjölmiðlamarkað. Í frétt sænska ríkistúvarpsins  segir að ríkið hafi ekki getað skipt sér af kaupunum. Er það haft eftir yfirmanni deildar iðnaðarráðuneytisins sem fer með eign ríkisins í fyrirtækjum.

Frétt Aftonbladet.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK