Millilent í beinu flugi Primera

Farþegar í beinu flugi Primera Air frá London til New York munu væntanlega millilenda í Keflavík, samkvæmt frétt Traveller. 

Ástæðan fyrir þessu er sú að þoturnar sem eru notaðar á flugleiðinni hafa ekki flugþol á svo langri leið án þess að taka eldsneyti. Því þarf að millilenda á Keflavíkurflugvelli til þess að taka eldsneyti. Við þetta lengist flugferðin um 480 km og 90 mínútur.

Traveller vísar til upplýsinga á vef Primera þar sem fram kemur að um beint flug sé að ræða og það taki níu klukkustundir og 55 mínútur. En samkvæmt flugáætlun flugferðarinnar á FlightRadar24 sést að flugferðin til Newark-flugvallarins í New Jersey verður um Keflavík þar sem áð verður í 45 mínútur.

Á vef Traveller kemur fram að í stað þess að flogið verði með Airbus A321neo sem geta flogið 4 þúsund sjómílur, sem er meira en nóg til þess að ná til austurstrandar Bandaríkjanna frá London, verði flogið með Boeing 737, sem getur aðeins flogið 2.935 sjómílur án þess að taka eldsneyti. Um er að ræða flugferðir Primera á þessari flugleið 2., 3., 4. og 5. september. Flugferðir sem enn eru auglýstar á vef Primera sem beint flug sem taki 9 klukkustundir og 55 mínútur.

Talsmaður Primera segir að farþegar hafi verið upplýstir um þessar breytingar og þeim þyki leitt að þetta sé raunin með þessar ákveðnu flugferðir. 

Frétt Traveller

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK