Eitt stærsta hótel landsbyggðarinnar

Áhersla er lögð á nútímalega hönnun í herbergjunum.
Áhersla er lögð á nútímalega hönnun í herbergjunum. Ljósmynd/Aðsend

Hótel Örk er eitt stærsta hótel landsbyggðarinnar eftir að lokið var við stækkun þess í sumar, en alls eru nú 157 herbergi á hótelinu, þar af 78 í nýju byggingunni.

Lögð er áhersla á nútímalega hönnun ásamt öllum helstu þægindum sem hótelgestir þurfa.  Nýju herbergin eru allt frá tveggja manna herbergjum að svítum, en m.a. eru tvær 55 m2 svítur á efstu hæð með hornsvölum, horngluggum og stórum þakglugga beint fyrir ofan rúmið sem gerir gestunum kleift að njóta þess að horfa á stjörnubjartan himininn án þess að yfirgefa rúmið.

Eftir sem áður er Hótel Örk með sjö fundar- og veislusali ásamt veitingastað, sundlaug og heitum pottum.

Borgartún ehf. er eigandi fasteignarinnar og hönnun og útlit hússins var í höndum T.ark sem hefur mikla reynslu í hönnun hótela.

Tvær svítur eru á efstu hæð með hornsvölum, horngluggum og …
Tvær svítur eru á efstu hæð með hornsvölum, horngluggum og stórum þakglugga. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK