Krónan gefur eftir

Helstu gjaldmiðlar
Helstu gjaldmiðlar AFP

Íslenska krónan veiktist talsvert um miðjan dag gagnvart öllum helstu gjaldmiðlum á tímabili. Þannig hafði gengisvísitala hækkað um 2,45% upp úr kl. 14 í dag. Um klukkan þrjú hafði staðan hins vegar náð meira jafnvægi og nam þá hækkun vísitölunnar þá 0,58% frá upphafi viðskipta í morgun.

Íslenska krónan hefur hins vegar gefið talsvert eftir á síðustu vikum gagnvart öðrum gjaldmiðlum. Þannig hefur gengisvísitalan hækkað á síðustu viku úr 165,27 í 171,62. Þannig hefur krónan veikst um 3,84% í vikunni.

Þá hefur krónan veikst mikið gagnvart breska sterlingspundinu og nemur veikingin 5,84% síðustu vikuna. Þá nemur veikingin gagnvart evru 6,85% og kostar ein evra nú 131 krónu en kostaði í upphafi vikunnar um 123 krónur.

mbl.is

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir