Milljarðaskuld við Isavia

WOW air er annar stærsti viðskiptavinur flugleiðsöguþjónustu Isavia á eftir …
WOW air er annar stærsti viðskiptavinur flugleiðsöguþjónustu Isavia á eftir Icelandair. Félagið hefur safnað upp viðskiptaskuldum við Isavia í ár.

Flugfélagið WOW air skuldar Isavia ohf. um tvo milljarða króna í lendingargjöld. Af þeirri skuld er um helmingurinn nú þegar gjaldfallinn. Þetta herma heimildir Morgunblaðsins.

Þannig mun WOW air ekki hafa greitt lendingargjöld á Keflavíkurflugvelli frá því í vor. Samkvæmt nýbirtum árshlutareikningi Isavia hafa innlendar viðskiptakröfur fyrirtækisins hækkað um 1.220 milljónir króna frá áramótum. Kröfufjárhæðin miðaðist við stöðu viðskipta hjá fyrirtækinu fyrir tíu vikum, eða 30. júní síðastliðinn. Ekki liggur enn ljóst fyrir með hvaða hætti Isavia hyggst innheimta skuld flugfélagsins.

Þegar Morgunblaðið leitaði viðbragða Isavia fengust þau svör að fyrirtækið tjáði sig ekki um málefni einstaka viðskiptavina sinna. Þegar spurt var út í almennt verklag við úrlausn mála þegar flugfélög lentu í vanskilum með lendingargjöld var svarið á þá leið að „Isavia vinnur með viðkomandi félögum að lausn mála ef upp koma tilvik þar sem vanskil verða á lendingargjöldum með hagsmuni Isavia að leiðarljósi.“

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins vinnur Isavia nú að útfærslu á því í samráði við WOW air með hvaða hætti skuldin verður gerð upp við fyrirtækið.

WOW air sendi frá sér tilkynningu um miðjan dag í gær þar sem greint var frá því að skuldabréfaútgáfa að virði 50 milljóna evra yrði frágengin á þriðjudaginn næsta. Ekki hafa fengist upplýsingar um hvort fjármunir sem aflað verður með útgáfunni verði nýttir til þess að gera upp fyrrnefnda skuld við Isavia, að  því er fram  kemur í umfjöllun um vanda WOW í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK