Traust til forstjóra ekki dregið í efa

Frá fundi stjórna OR með Bjarna Bjarnasyni forstjóra í gær.
Frá fundi stjórna OR með Bjarna Bjarnasyni forstjóra í gær. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Traust stjórnar á forstjóra var ekki dregið í efa á nokkurn hátt á upplýsingafundinum í gær og þar af leiðandi ber stjórn traust til forstjórans,“ segir Brynhildur Davíðsdóttir, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur (OR).

Stjórn OR fundaði með Bjarna Bjarna­syni, for­stjóra OR, vegna upp­sagn­ar fram­kvæmda­stjóra Orku nátt­úr­unn­ar í gær og hafði mbl.is eftir Brynhildi að stjórnin bæri fullt traust til forstjórans.

Í athugasemd við færslu sína á Facebook vegna málsins sagði Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi og stjórnarmeðlimur í OR, að stjórnin hefði ekki lýst yfir stuðiningi við forstjóra félagsins um málið.

Brynhildur segir engar ákvarðanir hafa verið teknar á fundinum, enda hafi einungis verið um upplýsingafund að ræða. „Að sjálfsögðu verður málið skoðað áfram. Við tökum svona málum mjög alvarlega.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka