Musk nær samkomulagi við fjármálaeftirlitið

Elon Musk, forstjóri Tesla.
Elon Musk, forstjóri Tesla. AFP

Fjármálaeftirlit Bandaríkjanna hefur komist að samkomulagi við Elon Musk, stjórnanda og stofnanda Tesla um að fella niður kæru gegn honum. Í vikunni var greint frá því að eftirlitið hefði kært Musk vegna ummæla hans á Twitter um að hann hefði ákveðið að taka Tesla af markaði, en síðar hætti hann við þau áform.

Samkvæmt samkomulaginu mun Musk stíga til hliðar sem stjórnarformaður fyrirtækisins og greiða 20 milljón dala sekt. Hann mun þó áfram fá að starfa sem forstjóri félagsins. Til viðbótar mun Tesla einnig fá 20 milljón dala sekt vegna málsins.

Samkvæmt fjármálaeftirlitinu voru ummæli Musk fölsk og misvísandi. Um­mæl­in um­deildu birt­ust í færslu sem Musk birti á Twitter 7. ág­úst. Það kom mörg­um mjög á óvart þegar Musk birti færsl­una þar sem hann hefði „tryggt fjár­mögn­un“ af­skrán­ing­ar fyr­ir 420 dali á hlut. Það leiddi til þess að hluta­bréfa­verð hækkaði, en engin innistæða virtist vera fyrir ummælum Musk og sagðist hann síðar hafa hætt við áformin.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK