Gætu átt forgang á flugvélar WOW air

Félagsmenn í FÍA hafa forgang á flugvélar Icelandair Group.
Félagsmenn í FÍA hafa forgang á flugvélar Icelandair Group. Ljósmynd/Víkurfréttir

Vegna forgangsréttarákvæðis í samningum við Icelandair gætu félagsmenn í Félagi íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) átt forgang á flug í flugvélum WOW air. Með því yrðu flugmenn lággjaldaflugfélagsins á sama kjarasamningi og flugmenn Icelandair. Flugmenn WOW air eru nú í sérstöku stéttarfélagi.

Bogi Nils Bogason, starfandi forstjóri Icelandair Group, kveðst aðspurður ekki getað tjáð sig um kjaramál. Sem kunnugt er stendur til að sameina félögin.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er vandséð hvernig yfirtaka Icelandair Group á WOW air á að geta gengið upp ef flugmenn lággjaldafélagsins eiga að njóta sömu starfskjara og flugmenn Icelandair. Nýtingin á flugmönnum WOW air hafi verið töluvert betri.

Það leiði af samningi FÍA við Icelandair að hann hefði aftrað Icelandair Group frá því að stofna lággjaldafélag með öðrum launakjörum en móðurfélagið, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK