Tryggja sér rafmagn fyrir gagnaver á Blönduósi

Frá undirritun samningsins. Fremst eru Björn Brynjúlfsson og Berglind Rán …
Frá undirritun samningsins. Fremst eru Björn Brynjúlfsson og Berglind Rán Ólafsdóttir. Annað samningafólk standandi f.v. Elín Smáradóttir, Hjálmar Helgi Rögnvaldsson, Antoine Gaury, Þrándur Sigurjón Ólafsson og Jakob Sigurður Friðriksson. Ljósmynd/Aðsend

ON og gagnaversfyrirtækið Etix Everywhere Borealis hafa gert með sér samning um rafmagnsviðskipti vegna uppbyggingar á gagnaverum á Blönduósi og á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er annað gagnaverið sem Orka náttúrunnar semur við og með samningnum við ON hefur fyrirtækið tryggt sér yfir 10 megavött sem eru að losna úr langtímasamningum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ON.

Etix Everywhere Borealis rekur gagnaver á Ásbrú, en mun á næstunni opna gagnaver að Fitjum og á Blönduósi. Áður hét fyrirtækið Borealis, en í september var tilkynnt um að alþjóðlega gagnaversfyrirtækið Etix Group hefði keypt 55% í félaginu og var nafninu breytt í kjölfarið.

Etix Group er að 41% hluta í eigu jap­anska bank­ans SBI Hold­ings. Fyr­ir kaup­in voru helstu eig­end­ur fé­lags­ins Brú Vent­ure Partners með 37,52% hlut, Björn Brynj­úlfs­son, fram­kvæmda­stjóri fé­lags­ins, með 16,67% og Gísli Hjálm­týs­son með 13,78%.

Gagnaver Etix Everywhere Borealis við Blönduós.
Gagnaver Etix Everywhere Borealis við Blönduós. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK