Vonast eftir kynningu hvítbókar í næstu viku

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. mbl.is/Hari

Fjármálaráðuneytið vonast til þess að skýrsla um efni hvítbókar um fram­­tíð­­ar­­sýn og stefnu fyrir fjár­­­mála­­kerfið á Íslandi verði kynnt í næstu viku. Útgáfa hvítbókarinnar hefur dregist.

Þetta kemur fram í svari upplýsingafulltrúa fjármálaráðuneytisins við fyrirspurn mbl.is.

Í tilkynningu fjármálaráðuneytisins frá því í febrúar kom fram að stafshópur yrði skipaður sem vinna ætti hvítbók um áðurnefnt efni. Vinnan ætti að vera í samræmi við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar.

Þar kom enn fremur fram að starfshópnum væri falið að ljúka vinnu sinni fyrir 15. maí með skýrslu til fjármála- og efnahagsráðherra. Nú er vonast til þess að skýrslan verði tilbúin í næstu viku.

mbl.is

Myntbreyta

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  CHF
  JPY

Erlendar viðskiptafréttir