Kvika eykur fjármögnun fyrir OSF II í Bretlandi

Gunnar Sigurðsson, framkvæmdastjóri Kviku í Bretlandi.
Gunnar Sigurðsson, framkvæmdastjóri Kviku í Bretlandi. Ljósmynd/Aðsend

Kvika og dótturfélag Kviku í Bretlandi hafa lokið 12,5 milljóna punda aukningu á fjármögnun fyrir breska fjárfestingafélagið OSF II. Nemur heildarfjármögnun félagsins nú um 30 milljónum punda, eða tæpum 5 milljörðum króna, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Kviku.

Fjárfestar í OSF II eru nú rúmlega 90 talsins og samanstanda af íslenskum lífeyrissjóðum, fjármálafyrirtækjum, sem og fjölda annarra innlendra og erlendra fjárfesta.

OSF II fjárfestir í fasteignatengdum brúarlánum í Bretlandi og á Norður-Írlandi. Hefur sá markaður verið í örum vexti á undanförnum árum og nemur í dag yfir 5 milljörðum punda.

„Starfsemi OSF II hefur gengið vel frá því að félagið var stofnað í ársbyrjun 2018 og ávöxtun fjárfesta hefur verið í takti við væntingar. Stækkun fjármögnunar félagsins nú er í beinu framhaldi af þessum góða árangri,“ að því er haft er eftir Gunnari Sigurðssyni, framkvæmdastjóra Kviku í Bretlandi, í tilkynningunni.

OSF II er rekið í samstarfi við breska fasteignalánafélagið Ortus Secured Finance.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK