Grandskoða upplýsingagjöf

WOW air.
WOW air. mbl.is/Eggert

Þann 18. september síðastliðinn var greint frá því að WOW air hefði lokið skuldabréfaútboði upp á 50 milljónir evra og að í kjölfarið yrðu 10 milljónir evra til viðbótar seldar fjárfestum. Hafði norska fjármálafyrirtækið Pareto Securities haft yfirumsjón með útboðinu og kynnt framtíðaráform WOW air fyrir fjárfestum, bæði hér heima og erlendis.

Í kynningum sem tengdust útboðinu var greint frá því að tap WOW air á yfirstandandi rekstrarári myndi nema 3,3 milljörðum króna en að viðsnúningur yrði á rekstrinum strax á næsta ári. Þá yrði hagnaður félagsins ríflega 2 milljarðar króna. 41 degi eftir að skuldabréfaútboðinu lauk nálgaðist Skúli Mogensen, eigandi og forstjóri WOW air, forsvarsmenn Icelandair Group og óskaði eftir viðræðum um kaup síðarnefnda félagsins á WOW. Var það gert á þeim forsendum að félagið væri á fallanda fæti (e. failing firm).

Heimildir ViðskiptaMoggans herma að þessar staðreyndir, ásamt fleirum, séu nú meðal þess sem lögfræðingar fjárfesta, sem þátt tóku í skuldabréfaútboðinu, séu nú að grandskoða og leggja með því mat á hvort upplýsingagjöf í útboðinu hafi verið á traustum grunni byggð. Tólf dögum eftir að skuldabréfaútboðinu var lokað í september lauk þriðja fjórðungi í rekstri félagsins.

Sjá fréttina í heild sinni í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK