Eigendur harma niðurstöðuna

Arion banki hafnaði tillögu að skuldaupppgjöri og ákvað að ganga ...
Arion banki hafnaði tillögu að skuldaupppgjöri og ákvað að ganga að veðum sínum í Bílanausti. mbl.is/Jim Smart

Rekstur Bílanausts hefur gengið illa um nokkurt skeið og hafa eigendur stefnt að því að bjarga rekstri félagsins, en Arion banki hafnaði tillögu eigenda um skuldauppgjör í gær og ákvað bankinn að ganga að veðum sínum, segir Eggert Árni Gíslason, stjórnarformaður Bílanausts, í samtali við mbl.is.

„Þetta er bara þannig að það eru tveir aðilar við borðið sem ná ekki saman,“ segir Eggert. Legið hefur fyrir um tíma að áframhaldandi rekstur væri ekki tryggður nema eigendur kæmu með fjármagn inn í félagið og að samhliða færi fram fjárhagsleg endurskipulagning, að sögn hans.

Eggert segir að „eigendur félagsins harma að þetta hafi orðið niðurstaðan og að ekki hafi verið hægt að bjarga félaginu“.

Starfsfólki fyrirtækisins var tilkynnt um gjaldþrot á starfsmannafundi klukkan tíu í morgun, þetta staðfesti verslunarstjóri Bílanausts að Dvergshöfða í samtali við mbl.is fyrr í dag.

mbl.is

Myntbreyta

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  CHF
  JPY

Erlendar viðskiptafréttir