Hótað og reynt að múta

Bryndís Kristjánsdóttir, skattrannsóknarstjóri ríkisins.
Bryndís Kristjánsdóttir, skattrannsóknarstjóri ríkisins. mbl.is/​Hari

Bryndísi Kristjánsdóttur, skattrannsóknarstjóra ríkisins, hefur margsinnis verið hótað og reynt að múta henni í starfi en hún tók við embættinu árið 2007. Aukinheldur hefur starfsmönnum embættisins verið hótað sem og stofnuninni sem slíkri, meðal annars pólitískum afskiptum í einstökum málum.

Þetta kemur fram í viðtali við Bryndísi í ViðskiptaMogganum sem út kom í morgun.

„Ég hef fengið hótanir og það hefur líka verið reynt að múta mér,“ segir Bryndís en hún segir að í slíkum málum sé þó erfitt með sönnun þar sem slíkar hótanir séu sjaldnast gerðar í vitna viðurvist. Bryndís segir þó slík afskipti engin áhrif hafa. Þau séu hluti af starfinu.

„Það er auðvitað mitt starf og okkar hérna að láta þetta ekkert á okkur fá. Þetta hefur engin áhrif á það hvernig við tökum á málum og hvort við tökum á málum eða ekki. Ég fullyrði það og stend og fell með því,“ segir Bryndís, sem staðið hefur í hringiðu mála sem fylgdu fjármálahruninu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK