Kaupa sáraumbúðafyrirtæki í Sviss

Kerecis byggir vöruþróun sína á efnum úr fiskroði.
Kerecis byggir vöruþróun sína á efnum úr fiskroði.

Nýsköpunarfyrirtækið Kerecis, sem framleiðir sáraumbúðir úr fiskroði, hefur gengið frá kaupum á svissneska sáraumbúðafyrirtækinu Phytoceuticals. Tilgangurinn er, samkvæmt tilkynningu, að geta selt vöruna með eigin sölumönnum til svissneskra heilbrigðisstofnana.

Með kaupunum fær Kerecis fjóra sölustarfsmenn í Sviss auk annarra starfsmanna. Fyrir eru 25 sölumenn í Bandaríkjunum og einn á Íslandi.

Í tilkynningunni kemur fram að svissnesk heilbrigðisyfirvöld hafi tilkynnt Kerecis í þessari viku að sáraroð fyrirtækisins hafi verið samþykkt sem meðhöndlunarúrræði bæði á svissneskum spítölum og göngudeildum, en Sviss er fyrsta landið sem það gerir.

Sjá fréttina í heild sinni í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK