Hyggst selja 10% í Arion banka

mbl.is/Eggert

Kaupþing er að undirbúa sölu á stórum hlut sínum í Arion banka samkvæmt heimildum Fréttablaðsins en félagið er stærsti hluthafi bankans með um þriðjungshlut.

Fram kemur í fréttinni að um sé að öllum líkindum að ræða að lágmarki samtals tíu prósenta hlut, en gert sé ráð fyrir að salan fari fram á næstu vikum. Mögulega strax síðar í þessum mánuði. Tíu prósenta hlutur í bankanum er metinn á um 14,5 milljarða króna.

Enn fremur segir að ekki hafi enn verið ákveðið hvaða bankar og verðbréfafyrirtæki verði fengin sem ráðgjafar Kaupþings við söluferlið en fastlega sé þó gert ráð fyrir því að þar verði aðallega um að ræða þá sömu og hafi komið að hluta­fjár­útboði Arion banka á síðasta ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK