Actis bætir við hlut sinn í Creditinfo

Actis hefur keypt 10% hlut í Creditinfo group og á ...
Actis hefur keypt 10% hlut í Creditinfo group og á nú 20% í félaginu. mbl.is/Ernir

Actis hefur tvöfaldað hlut sinn í Creditinfo Group frá 10% í 20%.  Félagið stýrði fyrir 10% hlut í gegn um fjárfestingu sína í Credit Services Holdings ásamt fleiri fjárfestum. Actis er leiðandi fjárfestir í Asíu, Afríku og Rómönsku-Ameríku á sviði áhættustýringar, miðlunar fjárhagsupplýsinga og stafrænna lausna.

Fjárfestingin fer í að fjármagna alþjóðlegan vöxt og vöruþróun. Með þessari fjárfestingu tekur Ali Mazanderani, meðeigandi hjá Actis, sæti í stjórn félagsins. Sigrún Ragna Ólafsdóttir tekur jafnframt sæti í stjórn félagsins á ný en hún situr einnig í stjórn Creditinfo Lánstrausts hf. á Íslandi. Fyrir eru í stjórn Creditinfo Group þau Reynir Grétarsson stjórnarformaður, Nora Kerppola og Hákon Stefánsson.

Creditinfo Group hefur opnað yfir 30 starfsstöðvar í fjórum heimsálfum frá stofnun þess árið 1997. Fyrirtækið hefur með starfsemi stutt við vöxt og viðgang efnahagskerfa fjölda landa. Fjárfestingin styður við áframhaldandi vöxt Creditinfo Group, með fjölgun starfsstöðva, auknu vöruúrvali þar sem fyrirtækið er þegar með starfsemi og leit að frekari tækifærum til vaxtar á nýjum mörkuðum, þar með talið í Afríku, Norður- og Suður-Ameríku og Asíu.

Ali Mazanderani hefur starfað sem framkvæmdastjóri hjá Actis frá árinu 2010 og hefur unnið við það að byggja upp ráðgjafa- og fjármálaþjónustu fyrir fjármálafyrirtæki. Ali starfar hjá Actis í London og hefur komið að alþjóðaviðskiptum í yfir 60 löndum og vaxtarmörkuðum m.a. í tengslum við EMPH, PayCorp, Upstream, Compuscan, DLP Payments, and GHL Systems. Áður en hann hóf störf hjá Actis starfaði við stefnumótun hjá First National Bank í Jóhannesarborg og hjá OC & C Strategy Consultants í London.  Ali hefur setið í stjórnum fjölda fyrirtækja meðal annars, Upstream Systems, Compuscan, PayCorp Investments, and DLP Payments. Ali er með BS í hagfræði frá University of Pretoria og meistaragráðu í hagfræði frá Oxford-háskóla, enn fremur er hann með  meistaragráðu í efnahagssögu frá London School of Economics, og MBA gráðu frá INSEAD, (Institut Européen d'Administration des Affaires).

Sigrún Ragna hefur setið í stjórn Creditinfo Lánstrausts hf. frá 2017. Sigrún Ragna var forstjóri VÍS á árunum 2011-2016. Áður starfaði hún sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Íslandsbanka og þar á undan hjá Deloitte þar sem hún var meðeigandi. Sigrún Ragna hefur setið í stjórnum fjölmargra fyrirtækja í ólíkum geirum. Sigrún Ragna er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og löggiltur endurskoðandi. Sigrún Ragna útskrifaðist með MBA-próf frá Háskólanum í Reykjavík árið 2007.

mbl.is

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir