Ráðinn framkvæmdastjóri Heimavalla

Húsnæði Heimavalla.
Húsnæði Heimavalla. mbl/Arnþór

Arnar Gauti Reynisson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Heimavalla hf.

Gauti hefur verið fjármálastjóri Heimavalla frá maí 2015 og er iðnaðarverkfræðingur frá University of Minnesota og hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum, að því er segir í tilkynningu.

Gauti hefur verið einn af þremur stjórnendum Heimavalla og tekið virkan þátt í uppbyggingu félagsins á síðastliðnum fjórum árum. Áður en hann hóf störf hjá Heimavöllum starfaði hann sem sérfræðingur í markaðsviðskiptum hjá Íslandsbanka.

Gauti mun taka við starfinu 1. apríl 2019.

„Ég er mjög spenntur að taka þátt í þeirri vegferð sem fram undan er hjá Heimvöllum. Félagið hefur stækkað hratt á undanförnum árum og er stærsta íbúðaleigufélag landsins með um 1.800 íbúðir í leigu. Á næstunni verður enn frekari áhersla lögð á umbreytingu eignasafns félagsins sem miðar að því að bæta rekstur þess og arðsemi,“ segir hann í tilkynningunni.

mbl.is

Myntbreyta

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  CHF
  JPY

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir