Von á yfirlýsingu frá hluthafa

Skjáskot af síðunni hluthafi.com.
Skjáskot af síðunni hluthafi.com. Skjáskot

Til stendur að stofna hlutafélag í tengslum við hópfjármögnun nýs flugfélags að því er fram kemur í svari forsvarsmanna hluthafa.com við fyrirspurn mbl.is. Ekki kemur fram hverjir standi að baki síðunni.

Eins og kom fram fyrr í dag biðla þeir sem standa að baki hluthafa.com til almennings um endurreisn WOW air. Í svari við fyrirspurn segir að ef og þegar stofnun almenningshlutafélags fer fram verði öllum þeim sem hafa skráð sig boðið á stofnfund.

Von er á yfirlýsingu frá hópnum á morgun eða þriðjudag.

„Heimasíðan hluthafi.com er aðeins vettvangur til þess að safna saman áskrifendum, svo að þeir hafi síðar heimild til að sækja stofnfund, þ.e. ef skilyrðin eru uppfyllt, sem eru að a) endurreisa félag eða b) stofna nýtt lággjaldaflugfélag,“ segir í svarinu.

Ef það takist ekki verði engin áskrift og áðurgefin loforð falli niður ógild.

„Við telj­um að ef Skúli og hans besta fólk get­ur end­ur­reist WOW Air þá eig­um við sem ein­stak­ling­ar í þessu landi að sam­ein­ast um að hjálpa til,“ segir meðal annars í texta á vefsíðunni.

mbl.is

Myntbreyta

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  CHF
  JPY

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir