Sömdu um kyrrsetninguna í september

WOW varð gjaldþrota að morgni 28. mars síðastliðins.
WOW varð gjaldþrota að morgni 28. mars síðastliðins. Ljósmynd/Aðsend

Í drögum að samkomulagi milli WOW air og Isavia frá því í lok september síðastliðins, sem Morgunblaðið hefur undir höndum, er gengið út frá því að flugfélagið greiði upp vanskilaskuld við Keflavíkurflugvöll í 13 aðskildum afborgunum sem teygja myndu sig yfir síðustu tvo mánuði ársins 2018 og fyrstu 11 mánuði ársins 2019.

Vanskil félagsins á þeim tíma þegar unnið var að samkomulaginu námu ríflega einum milljarði króna. Í frétt sem Morgunblaðið flutti 15. september af skuld félagsins kom fram að skuld félagsins við Isavia næmi um tveimur milljörðum króna og að u.þ.b. helmingur hennar væri þá þegar gjaldfallinn.

Í reikningsyfirlitum WOW air, sem Morgunblaðið hefur séð, kemur í ljós að félagið stóð í skilum með greiðslur skv. samkomulaginu allt fram í febrúar síðastliðinn en marsgjalddaginn, sem hljóðaði upp á 30 milljónir króna, var aldrei greiddur.

Í fyrrnefndum drögum að samkomulagi, sem samið var af þeim Karli Alvarssyni, yfirlögfræðingi Isavia, og Sveinbirni Indriðasyni, fjármálastjóra fyrirtækisins, er einnig kveðið á um að WOW air skuli, meðan á gildistíma greiðsluáætlunar samkomulagsins stæði, hafa til taks að minnsta kosti eina flugvél á flugrekstrarleyfi félagsins á vellinum eða að vél á sama leyfi væri á leið til Keflavíkurflugvallar „og komin með staðfestan komutíma“ til vallarins.

Á grundvelli samkomulagsins var vélin TF-GPA á Keflavíkurflugvelli, óhreyfð frá 18. mars, allt þar til WOW air var lýst gjaldþrota 28. mars síðastliðinn. Vélin var hins vegar ekki í eigu WOW air heldur bandaríska flugvélaleigufyrirtækisins Air Lease Corporation (ALC).

Sama dag og flugfélagið varð gjaldþrota barst forsvarsmönnum ALC bréf þar sem þeir voru krafðir um greiðslu skuldar WOW air við Isavia. Nam skuld félagsins, eins og viðskiptareikningur milli aðila stóð í lok febrúar síðastliðins 1.953.625.714 kr.

Heimildir Morgunblaðsins herma að Isavia og WOW air hafi á engum tímapunkti upplýst ALC um að samkomulag væri í gildi um fyrrnefnt aðgengi Isavia að vélum félagsins. Því hafi efni samkomulagsins komið þeim í opna skjöldu þegar félagið féll. Mun ALC hafa haldið því fram í samtölum við forsvarsmenn Isavia að haldsréttur síðarnefnda félagsins í vélinni hafi verið bundinn við það skilyrði að WOW air hefði umráðarétt yfir vélinni TF-GPA en að sá umráðaréttur hafi fallið niður þegar WOW air skilaði inn flugrekstrarleyfi sínu að morgni 28. mars síðastliðins, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK