Nýsköpun úr trefjum úr hafinu

Gest­ur á alþjóðlegri snyrti­vöru­sýn­ingu í Dubai fær upp­lýs­ing­ar um snyrti­vör­ur …
Gest­ur á alþjóðlegri snyrti­vöru­sýn­ingu í Dubai fær upp­lýs­ing­ar um snyrti­vör­ur og græðandi vör­ur frá Pri­mex hjá Sig­ríði Vig­fús­dótt­ur.
Snyrti­vör­ur frá líf­tæknifyr­ir­tæk­inu Pri­mex í Sigluf­irði vöktu at­hygli á stórri alþjóðlegri snyrti­vöru­sýn­ingu í Dubai í síðasta mánuði. 500 vör­ur voru kynnt­ar í snyrti­vöru­flokkn­um og komust vör­urn­ar að norðan á lokalista yfir 25 at­hygl­is­verðustu vöru­teg­und­irn­ar á sýn­ing­unni.

Sig­ríður V. Vig­fús­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Pri­mex, seg­ir mikla viður­kenn­ingu og tæki­færi fel­ast í þessu. „Við sýnd­um lík­ams­krem og skrúbb úr vöru­línu sem við köll­um ChitoCare Beauty, en þetta eru fyrstu snyrti­vör­urn­ar frá Pri­mex sem við setj­um á markað. Í ljósi þess að vör­ur frá okk­ur eru óþekkt­ar í alþjóðleg­um snyrti­vöru­heimi er þetta mjög góður ár­ang­ur. Þetta á tví­mæla­laust eft­ir að hjálpa okk­ur mikið í markaðssetn­ingu og vek­ur at­hygli á vörumerk­inu,“ seg­ir Sig­ríður.

Græðandi eig­in­leik­ar

Fyr­ir­tækið Pri­mex Ice­land er dótt­ur­fyr­ir­tæki Ramma hf í Fjalla­byggð og hóf fram­leiðslu 1999. Á þriðju­dag var 20 ára af­mæli fyr­ir­tæk­is­ins fagnað en nú starfa 14 manns hjá Pri­mex í Sigluf­irði, auk sölu­full­trúa í Banda­ríkj­un­um og Evr­ópu. Fyr­ir­tækið hef­ur lengst af fram­leitt vör­ur til sárameðhöndl­un­ar og er helsti markaður­inn í Banda­ríkj­un­um, en einnig í Asíu og Evr­ópu. Græðandi eig­in­leik­ar fram­leiðslunn­ar eru nýtt­ir til fulls í snyrti­vör­un­um.

Pri­mex Ice­land sér­hæf­ir sig í þróun, fram­leiðslu og sölu á kítós­an­vör­um fyr­ir fæðubót­ar­efni, lækn­inga­tæki, snyrti­vör­ur og ýmsa aðra notk­un. Í tvo ára­tugi hef­ur Pri­mex unnið að því að breyta hrá­efni sem áður var meng­andi úr­gang­ur í verðmæt­ar afurðir sem bæta lífs­gæði manna og dýra. Kítós­an er að finna í öll­um vör­um fyr­ir­tæk­is­ins.

Rækju­skel frá verk­smiðjum

Fyr­ir­tækið kaup­ir rækju­skel af öll­um fram­leiðend­um hér á landi, en í skel­inni eru kítín, prótein, kalk og steinefni og er kítínið ein­angrað úr því og fram­leitt kítos­an. Kítós­an eru nát­úr­leg­ar trefjar með ein­staka eig­in­leika því upp­leyst kítós­an hef­ur já­kvæða hleðslu sem ger­ir það að verk­um að það binst við ýmis efni með nei­kvæða hleðslu, t.d. rauð blóðkorn. Þessi virkni ger­ir það að verk­um að húðin, og þá um leið sár og ör, taka á móti kítós­an.

„Pri­mex Ice­land hef­ur náð mest­um ár­angri af kítós­an­fram­leiðend­um í heim­in­um á fram­leiðslu og sölu á efni í sárameðhöndl­un,“ seg­ir Sig­ríður. „Það byrjaði allt þegar við hóf­um þróun með banda­rísku fyr­ir­tæki sem seldi og sel­ur enn kítós­an­vör­ur sem notaðar eru í hernaði og hef­ur banda­ríski her­inn staðfest að þess­ar vör­ur hafi bjargað hundruðum manns­lífa. Með vís­inda­lega þekk­ingu og hágæða fram­leiðslu höf­um við svo haldið áfram og sett á markað okk­ar eig­in neyt­enda­vöru ChitoCare Medical sem eru græðandi sprey og gel.

Vör­urn­ar hafa nú verið skráðar sem lækn­inga­tæki í Evr­ópu og er skrán­ingu að ljúka hjá FDA í Banda­ríkj­un­um. Græðandi vör­urn­ar okk­ar hafa slegið í gegn hér heima en auk einst­kra græðandi eig­in­leika þá dreg­ur ChitoCare Medical úr ör­mynd­un, sviða og kláða.“

Óhætt er að segja að leiðin sé löng frá því að rækj­an kem­ur í trollið fyr­ir norðan land þar til efni úr skel henn­ar fer á markað í út­lönd­um sem hluti af há­tækni­vöru. Þá hef­ur Pri­mex varðveitt mörg kol­efn­is­spor­in með því að koma í veg fyr­ir að rækju­skel frá rækju­verk­smiðjun­um sé urðuð.

Eig­in­leik­ar og tæki­færi

En sér Sig­ríður fyr­ir­tækið dafna og vaxa næstu 20 árin?

„Sann­ar­lega. Kitos­an er til­tölu­lega nýtt efni og á því hafa verið gerðar gríðarlega mikl­ar rann­sókn­ir síðustu 20 árin. Við gerðum til dæm­is í fyrra rann­sókn varðandi lipos­an og þá kom í ljós að efnið hef­ur góð áhrif á þarma­flóru og ristil og bæt­ir melt­ingu auk þess að hafa andoxun­ar­eig­in­leika og draga í sig sindurefni.

Þannig eru stöðugt að koma fram nýir eig­in­leik­ar og þá um leið mögu­leik­ar til frek­ari nýt­ing­ar. Þetta er um­hverf­i­s­væn starf­semi og það er dýr­mætt að geta gert verðmæti úr því sem áður fór í sjó­inn,“ seg­ir Sig­ríður.

Starfs­fólk og stjórn­ar­menn Pri­mex fögnuðu 20 ára af­mæli fyr­ir­tæk­is­ins sl. …
Starfs­fólk og stjórn­ar­menn Pri­mex fögnuðu 20 ára af­mæli fyr­ir­tæk­is­ins sl. þriðju­dag. mbl.is/Sigurður Ægisson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK